
Sjúkrahúsið á Akureyri, SAk, tekst nú á við rakaskemmdir í húsakynnum sínum í annað sinn á tiltölulega stuttum tíma. Nýlega vöknuðu grunsemdir um rakaskemmdir þar sem dag- og göngudeild geðdeildar er til húsa en húsnæðið er kallað Selið. Niðurstöður sýna sem tekin voru staðfestu rakaskemmdir.
Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar á sjúkrahúsinu, segir að nú sé unnið að því að greina betur stöðuna í húsinu og fleiri sýni hafi verið tekin. Unnið sé í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu. Einnig hafi ráðuneytið verið upplýst um stöðu mála.
Flutningur starfseminnar verður tímabundinn því að áður hafði verið ákveðið að hún yrði færð í nýtt húsnæði sem á að vera tilbúið til notkunar árið 2028. Fyrsta skóflustunga verður tekin 30. apríl næstkomandi. Konráð segir að nú sé tímabært að huga að því hvaða hlutverki húsnæðið á Seli eigi að gegna til framtíðar.
Heimild: Mbl.is











