Home Fréttir Í fréttum Ístak með lægsta tilboðið í meðferðarkjarnann

Ístak með lægsta tilboðið í meðferðarkjarnann

223
0
Mynd: NLSH.is

Nýr Landspítali ohf. hefur opnað tilboð í innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut, útboð I4074. Um er að ræða hæðir frá neðri kjallara til fjórðu hæðar, K2-4h. Þrír þátttakendur tóku þátt í útboðinu sem voru valdir eftir forval. Nú er unnið að yfirferð tilboða og heildarniðurstöðu.

Ístak bauð lægst, en öll tilboðsverðin eru yfir kostnaðaráætlun og eru birt án vsk. líkt og venja er.

Kostnaðaráætlun verkkaupa er 12.036.317.723 kr. án vsk.

  • Eykt ehf.             13.405.461.273 kr.     11,38% yfir áætlun
  • Ístak hf              12.877.363.640 kr.      6,99 % yfir áætlun
  • ÞG verk ehf        15.923.626.567 kr.     32,30 % yfir áætlun

Gert er ráð fyrir að verktími innanhússfrágangs sé allt að þrjú ár, en einnig er um að ræða stýriverktöku á verktökum sem eru valdir eftir þrjú útboð sem eru í farvatninu.

Í þessum þremur fagútboðum tæknikerfa á sömu hæðum þ.e. lagna, loftræsingu og rafmagni, hafa fimmtán íslensk fyrirtæki lagt inn þátttökutilkynningu, hvert á sínu fagsviði. Unnið er að yfirferð forvalsins en gert er ráð fyrir að lokað útboð vegna tæknikerfanna sé hafið í nóvember.

ÞG-verk vinnur nú að fullnaðarfrágangi á hæðum fimm og sex í meðferðarkjarnanum og hófst það verk sl. vor.

Þá eru fyrirhuguð hjá Nýjum Landspítala, eftir áramótin, útboð vegna innanhússfrágangs rannsóknahússins sem er um 20.000 fermetrar að stærð og á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem er um 10.000 fermetrar.

Heimild: NLSH.is