Hluta húsnæðis Ölduselsskóla í Breiðholti hefur verið lokað vegna myglu- og rakaskemmda en til stendur að fara í umfangsmiklar lagfæringar á húsnæði skólans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðast þarf í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda í skólanum en hluta húsnæðisins var lokað af sömu ástæðu fyrir tæpum áratug.
Þann 2. maí síðastliðinn birti Verkvist ehf. skýrslu sem unnin var að beiðni Reykjavíkurborgar eftir að óskað var eftir úttekt á húsnæði skólans.
Heimild: Mbl.is












