Home Fréttir Í fréttum Enn hætta á ferðum við stúd­enta­blokk­ir sem voru rýmdar

Enn hætta á ferðum við stúd­enta­blokk­ir sem voru rýmdar

36
0
Jarðfall varð milli húsa nærri Carl Berners-torgi. EPA / STIAN LYSBERG SOLUM

Enn er hreyfing á grjóti við stúdentablokkir nálægt Carl Berners-torgi í Ósló, þar sem jarðfall varð í gærkvöld, og nokkur hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín.

Lítil skriða varð þar í morgun og enn talin hætta á að stórir steinar fari af stað. Lögregla og jarðvísindamenn hafa í morgun skoðað aðstæður og myndað svæðið með drónum. Fólki hefur verið komið fyrir á hótelum og óvíst er hvenær það fær að fara heim.

Heimild: Ruv.is