Home Fréttir Í fréttum Fjölnota íþróttahús rís fyrir rúma þrjá milljarða

Fjölnota íþróttahús rís fyrir rúma þrjá milljarða

48
0
Verklok eru áætluð haustið 2027. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur ákveðið að ganga að tilboði verktakafyrirtækisins Eykt í útboði vegna nýs fjölnota íþróttahúss KR í Vesturbænum.

Þetta var samþykkt á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs á fimmtudaginn.

Tilboð Eyktar hljóðaði upp á 3.185.502.566 og var það lægsta tilboðið í verkið sem boðið var út á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð bárust einnig frá ÞG verk, Ístaki og Íslenskum aðalverktökum.

Í kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar var gert ráð fyrir kostnaði upp á 3.026.000.000 vegna verksins.

Um 6.700 fermetrar að stærð

Íþróttahúsið var boðið út í nóvember á síðasta ári og vakti þá athygli hve mikið það hefði dregist að hefja útboðsferlið, sem átti að hefjast þremur mánuðum fyrr. Reykjavíkurborg sagði dráttinn skýrast af því að KR hefði ekki skilað inn réttum gögnum í tæka tíð.

Hið nýja fjölnota íþróttahús verður um 6.700 fermetra að stærð og þar af íþróttasalur um 4.400 fermetrar.

Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta.

Verklok eru áætluð haustið 2027.

Heimild: Mbl.is