
Áætlanir um lengingu Sundabakka vegna Sundabrautar hafa verið birtar í samráðsgátt. Faxaflóahafnir segja brú yfir Kleppsvík draga verulega úr lengd hafnarbakka og skerða afkastagetu hafnarinnar.
Faxaflóahafnir vilja lengja Sundabakka í Sundahöfn í Reykjavík enn frekar vegna framkvæmda við Sundabraut. Framkvæmdaáætlanir hafa verið birtar í skipulagsgátt.
Samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram er líklegt að Sundabrú yfir Kleppsvík verði fyrir valinu í nýjum áformum um Sundabraut, sem muni skera Vogabakka í tvennt. Það muni draga verulega úr lengd hafnarbakkans í Sundahöfn og skerða afkastagetu hafnarinnar. Því vilji Faxaflóahafnir lengja Sundabakka enn frekar.
Lenging Sundabakka hafði þegar farið í gegnum umhverfismat 2022 vegna landfyllinga og dýpkunar í Sundahöfn. Breytingin frá fyrra umhverfismati er að Sundabakki verður lengdur um 230 metra umfram fyrri áætlun. Við það myndast 4,9 hektara viðbótarlandfylling.

Efla
Áætlað efnismagn sem þarf í landfyllinguna er 700 þúsund rúmmetrar.
„Gæti það að efni fengist frá verktökum úr framkvæmdum af höfuðborgarsvæðinu, keypt úr námum frá Björgun eða af dýpkunarsvæðinu sem var til umfjöllunar í umhverfismatsferlinu sem lauk árið 2022, ef dýpkunarframkvæmdir verða í gangi á sama tíma,“ segir í upplýsingum um málið í samráðsgátt.
Heimild: Ruv.is