Home Fréttir Í fréttum Keypti sjö íbúðir á 565 milljónir

Keypti sjö íbúðir á 565 milljónir

35
0
Jóhann Guðlaugur Jóhannsson á félagið V3 GJ ehf. Samsett mynd

Félag Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar, V3 GJ ehf., hefur fest kaup á sjö íbúðum í tveimur stigagöngum við Vesturvin í Reykjavík. Um er að ræða tvær íbúðir við Vesturgötu 66 og fimm íbúðir við Ánanaust 5. Alls er um 450 fm að ræða sem skiptist niður á þessar sjö íbúðir. Hluti af íbúðunum voru afhentar í september en aðrar verða afhentar eftir um það bil fjóra mánuði er kemur fram í kaupsamningi.

Íbúðirnar við Vesturvin eru alvöru lúxusíbúðir. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar og koma frá ítölsku fyrirtækjunum Cassina og Lema. Steinborðplötur eru íbúðunum, gólfsíðir gluggar, gólfhiti og svo er gert ráð fyrir að fólk geti verið með heitan pott á svölunum hjá sér. Blöndunartækin koma frá Grohe og eru fataherbergi algeng í íbúðunum.

Íbúðirnar við Vesturvin eru hannaðar fyrir þá sem vilja búa vel. Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður á Logos og Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, keyptu tvær íbúðir í blokkinni við Vesturgötu fyrir samtals 429.000.000 kr.

Heimild: Mbl.is