Home Fréttir Í fréttum Varnargarðar við Grindavík verða hækkaðir

Varnargarðar við Grindavík verða hækkaðir

17
0
Kaflinn á varnargarðinum sem þarf að hækka. – Kristinn Þeyr Magnússon

Dómsmálaráðherra hefur samþykkt tillögur um hærri varnargarða norðan Grindavíkur. Um 80–120 milljónir króna er talið að muni kosta að hækka garðana um tvo til þrjá metra á 450 metra kafla.

Dómsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ríkislögreglustjóra um viðbætur við varnargarða norðan Grindavíkur. Garðarnir verða hækkaðir um tvo til þrjá metra á um 450 metra kafla til að auka vernd bæjarins gegn hugsanlegu hraunflæði.

Vinna við framkvæmdirnar er þegar hafin en áætlaður kostnaður er um 80–120 milljónir króna.

„Við höfum séð að varnargarðarnir hafa reynst vel. Með þessari ákvörðun tryggjum við áframhaldandi vörn og öryggi á svæðinu,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Fréttastofa greindi fá því á mánudag að teymi verkfræðinga, sem hannar varnargarðana, hefði sent dómsmálaráðuneytinu minnisblað í vor um hækkun garðsins en svar hefði ekki enn borist. Í umsögn Grindavíkurbæjar til dómsmálaráðuneytisins kom fram að bærinn telji verkefnið afar brýnt og að hefjast þurfi handa eins fljótt og kostur er.

Heimild: Ruv.is