Anna Bára Teitsdóttir og Ari Elísson hafa verið ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement. Anna Bára tekur við sviði markaðs- og viðskiptaþróunar og Ari tekur við framleiðslusviði.
Í tilkynningu segir að Anna Bára muni leiða markaðs- og viðskiptaþróun ásamt því að hafa umsjón með gæða- og öryggismálum.
„Hún hefur starfað hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini í fjögur ár sem forstöðumaður markaðsmála og stafrænna lausna og býr yfir víðtækri reynslu á sviði stjórnunar, markaðsmála og viðskiptaþróunar. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með diplomu í stafrænni markaðssetningu.
Ari mun leiða framleiðslusvið, útgerð, efnisvinnslu og verkstæði ásamt því að vinna að vaxtar- og sóknartækifærum. Hann hefur starfað hjá Björgun í tvö ár, fyrst sem rekstrarstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri. Ari er því vel kunnugur starfseminni og býr yfir mikilli þekkingu á rekstrinum. Hann er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Björgun-Sement varð til 1. september 2025 þegar Björgun ehf. og Sementsverksmiðjan hf. sameinuðust. „Fyrirtækin eiga rætur að rekja til fimmta áratug síðustu aldar og sinna m.a. framleiðslu á steinefnum, hafnardýpkunum og innflutningi á sementi. Sameiningin er liður í því að styrkja starfsemi Björgunar-Sements enn frekar á sviði mannvirkjagerðar og bæta þjónustu við viðskiptavini með breiðara vöruúrvali og samræmdari lausnum,“ segir í tilkynningunni.
Heimild: Visir.is