Home Fréttir Í fréttum Fundur um stöðu íbúðauppbyggingu og framtíðarhorfur

Fundur um stöðu íbúðauppbyggingu og framtíðarhorfur

38
0
Mynd: HMS.is

HMS boðar til opins fundar um stöðu íbúðauppbyggingar fyrir landið allt þriðjudaginn 23. september. HMS mun þá gefa út greiningu á niðurstöðum septembertalningar á íbúðum í byggingu. Fundurinn hefst kl. 12:00 í húsnæði HMS í Borgartúni 21. Léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti. Fundinum verður hægt að fylgjast með í streymi.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður talningarinnar og verða einnig ávarpaðar áskoranir og sjónarmið sveitarfélaga og byggingaraðila þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Dagskrá

  • Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
    Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá HMS
  • Sjónarmið byggingaraðila
    Rannveig Eir Einarsdóttir, forstjóri Reir verks ehf.
  • Pallborðsumræður
    Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá HMS
    Rannveig Eir Einarsdóttir, forstjóri Reir verks ehf.
    Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar

Fundarstjóri verður Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS.

Heimild: HMS.is