Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbrautin verðugt framlag til varnarmála

Reykjanesbrautin verðugt framlag til varnarmála

23
0
Vilhjálmur Árnason kallar eftir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði kláruð. Samett/Eyþór/AFP/Eggert

Reykjanesbraut er líklega ein sú framkvæmd á Íslandi sem getur talist vera varnarmannvirki, þar sem hún hafi þann tvöfalda tilgang að vera borgaraleg framkvæmd og öryggisframkvæmd.

Veginn mætti að telja sem hluta af framlögum Íslands til varnarmála.

Þetta segir Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í aðsendri grein á vef Víkurfrétta.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

Lokaspölurinn eftir

Þingmaðurinn segir Reykjanesbrautina vera tilvalda fyrstu framkvæmd sem myndi telja upp í 1,5% af vergri landsframleiðslu Íslendinga til varnarmála.

Brautin hefur verið tvöfölduð að mestu leyti en eftir stendur kafli frá Fitjum sem nær að flugstöðinni. Búið er að vinna alla nauðsynlega undirbúningsvinnu að sögn Vilhjálms.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin íhugi það að eyða þeirri prósentutölu í varnarmál. NATO hefur óskað eftir því að aðilaríki miði við a.m.k. 1,5%.

Reykjanesbraut. Morgunblaðið/Eggert

Verið í samgönguáætlun í heilan áratug

Vilhjálmur segist fagna því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hafi lofað miklum innviðaframkvæmdum um land allt á opnum fundi nýlega.

Þingmaðurinn segist þ.a.l. binda vonir við að ráðherrann klári tvöföldun Reykjanesbrautar sem hafi staðið til í samgönguáætlun í áratug.

Um leið gagnrýnir hann ríkisstjórnina fyrir að ráðast í framkvæmdir við Þjóðleikhúsið. Það sé verkefni sem hafi hvorki verið inni í fjármálaáætlun né annarri áætlun.

Heimild: Mbl.is