Home Fréttir Í fréttum Standa frammi fyrir 96,8 milljarða fjárþörf

Standa frammi fyrir 96,8 milljarða fjárþörf

37
0
Lúðvík Geirsson er formaður Hafnasambands Íslands.

Faxa­flóa­hafnir bera uppi stærstan hluta áætlunarinnar með fyrir­huguðum fjár­festingum sem nema 28,5 milljörðum króna til ársins 2040.

Miðað við áætlanir hafna­sjóða um fjár­festingar til ársins 2040 standa þeir frammi fyrir fjárþörf sem nemur 96,8 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem greinir ný­legar fjár­festingar og áætlanir 19 hafna­sjóða á Ís­landi.

Saman­lögð velta þessara sjóða nemur um 92% af heildar­veltu hafna á landinu. Skýrslan tekur fyrir þrjú tíma­bil: ný­legar fjár­festingar (2020–2024), áætlaðar fram­kvæmdir (2025–2030) og fyrir­hugaðar fram­kvæmdir (2025–2040)

Á árunum 2020–2024 var fjár­fest fyrir 26,8 milljarða króna í hafna­mann­virkjum. Nú horfa sjóðirnir til marg­falt um­fangs­meiri fram­kvæmda – sér­stak­lega í tengslum við aukna af­kasta­getu, raf­væðingu og mark­mið stjórn­valda í orku­skiptum og lofts­lags­málum.

Faxa­flóa­hafnir bera uppi stærstan hluta áætlunarinnar með fyrir­huguðum fjár­festingum sem nema 28,5 milljörðum króna til ársins 2040.

Smærri hafnir, eins og Sand­gerðis­höfn, gera aftur á móti ráð fyrir fjár­festingum sem nema innan við 300 milljónum króna.

Stærri hafnir standa fjár­hags­lega betur og geta fjár­magnað meiri­hluta fram­kvæmda með eigin tekjum.

Minni hafnir á lands­byggðinni reiða sig hins vegar á ríkis- og sveitar­stjórnar­fjár­fram­lög. Þetta undir­strikar að mis­munandi nálgun verður að liggja að baki fjár­mögnun – annars vegar að tryggja sjálf­stæði stærri sjóða og hins vegar að auka stuðning við minni hafnir.

Sam­kvæmt greiningunni verða nýir við­legu­kantar stærsti fjár­festingar­liðurinn og nema fram­kvæmdir þar um 40,6 milljörðum króna.

Brim­varnar­garðar fylgja í kjölfarið með tæp­lega 19 milljarða. Aðrir þættir eins og land­fyllingar og raf­væðing hafna skipta einnig veru­legu máli en fjár­hæðir þar eru lægri.

Tveir hafna­sjóðir þurfa að fimm­falda ár­legar fjár­festingar sínar til að ná mark­miðum sínum. Aðrir þrír þurfa að tvö- til fimm­falda ár­lega fjár­festingu.

Án aukins stuðnings gæti það þýtt að ýmsum fram­kvæmdum verði seinkað eða skornar niður.

Heimild: Vb.is