Home Fréttir Í fréttum Fólk flytji í fæðingarheimili

Fólk flytji í fæðingarheimili

13
0
Fyrrverandi fæðingarheimili Húseignin er á besta stað í borginni og nálægt Landspítalanum. Efalaust verða íbúðirnar eftirsóttar er þær koma á markaðinn. Morgunblaðið/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í umsókn þess efnis að breyta fyrrverandi fæðingarheimili við Eiríksgötu í íbúðarhús. Félagið Fagridalur ehf. sendi inn umsóknina.

Um er að ræða húsin á lóð nr. 37 við Eiríksgötu og 14 og 16 við Þorfinnsgötu. Fæðingarheimili Reykjavíkur var starfrækt í húsunum í 35 ár og þar fæddust mörg þúsund Reykvíkingar. Þegar starfsemi fæðingarheimilins var hætt flutti augndeild Landspítalans í húsin. Þar er engin starfsemi í dag.

Fram kemur í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa að samkvæmt gildandi aðalskipulagi tilheyri byggingarnar borgarhluta 2 Miðborg og eru hluti af íbúðarsvæði Skólavörðuholts. Ekkert Fólk flytji í fæðingarheimili er í gildi og því þarf að grenndarkynna allar byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Þétt byggð er í grenndinni.

Heimild: Mbl.is