Home Fréttir Í fréttum 23.09.2025 Laufskógar 1 – Safnahús á Egilsstöðum viðbygging

23.09.2025 Laufskógar 1 – Safnahús á Egilsstöðum viðbygging

20
0
Safnahúsið

Verkið felst í að fullklára „Norðurhús“ Safnahússins og að gera minniháttar endurbætur innanhúss í núverandi byggingu. Ennfremur að gera neyðarútgang frá annarri hæð Suðurhúss til austurs.

Innifalið í verkinu er burðarvirki fyrstu og annarrar hæðar Norðurhúss, allar lagnir, þ.m.t. endurnýjun loftræsisamstæðu fyrir allt húsið og allur frágangur innan- og utanhúss.

Flatarmál kjallara og fyrstu hæðar er u.þ.b. 305 fermetrar og þakhæðar 270 fermetrar.

Verkið getur hafist strax eftir gerð samnings og skal að fullu lokið fyrir 15.10.2027.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt í tölvupósti frá og með föstudeginum 29.08.2025 og verða ekki afhent á pappír. Óska skal eftir gögnum með tölvupósti til umsjónarmanns útboðsins á netfangið jont@efla.is.

Útboðsgögn afhent: 29.08.2025 kl. 09:00
Skilafrestur 23.09.2025 kl. 14:00
Opnun tilboða: 23.09.2025 kl. 14:00

Tilboðum skal skila á skrifstofu Múlaþings Lyngási 12 Egilsstöðum þriðjudaginn 23.09.2025 fyrir kl. 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.