Home Fréttir Í fréttum Þrjú ráðin til Lands­byggðar

Þrjú ráðin til Lands­byggðar

85
0
Vignir Guðjónsson, Ragnheiður M. Ólafsdóttir, Andri Þór Arinbjörnsson og Friðjón Sigurðarson skipa framkvæmdastjórn Landsbyggðar. Mynd: Visir.is

Landsbyggð hefur ráðið þau Andri Þór Arinbjörnsson, Friðjón Sigurðarson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir til starfa hjá félaginu til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins.

Í tilkynningu segir að Andri Þór hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri framkvæmda, Friðjón framkvæmdastjóri þróunar og Ragnheiður lögfræðingur félagsins.

Landsbyggð er fasteigna- og þróunarfélag sem sérhæfir sig í uppbyggingar- og umbreytingarverkefnum og hefur meðal annars staðið að uppbyggingu á miðbæ Selfoss í gegnum dótturfélagið Sigtún Þróunarfélag ehf. Á síðustu misserum hefur Landsbyggð svo keypt gamla Landsbankahúsið við Austurstræti 11 auk gömlu höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68.

„Andri Þór Arinbjörnsson – framkvæmdastjóri framkvæmda

Andri er byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði hjá Reitum fasteignafélagi á árunum 2011–2022, lengst af sem framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs, og var framkvæmdastjóri J.E Skjanna byggingaverktaka árin 2023–2024.

Friðjón Sigurðarson – framkvæmdastjóri þróunar

Friðjón er verkfræðingur með M.Sc. í stjórnun framkvæmda frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Hann hefur áratuga reynslu af þróun og rekstri fasteigna og starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum fasteignafélagi á árunum 2013–2024.

Ragnheiður M. Ólafsdóttir – lögfræðingur Landsbyggðar

Ragnheiður útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1998 og hefur verið hæstaréttarlögmaður frá 2007. Hún gegndi stöðu framkvæmdastjóra lögfræðisviðs hjá Reitum fasteignafélagi á árunum 2014-2024 en áður var hún lögmaður og eigandi á lögmannsstofunni LEX.

Þau þrjú mynda framkvæmdastjórn Landsbyggðar ásamt Vigni Guðjónssyni sem hefur starfað hjá félaginu undanfarin ár,“ segir í tilkynningunni.

Guðjón Auðunsson, fyrrum forstjóri Reita fasteignafélags og núverandi forstjóri Ísey Útflutnings, er stjórnarformaður Landsbyggðar. Landsbyggð er í eigu Leós Árnasonar og Kristjáns Vilhelmssonar.

Heimild: Visir.is