Verðhækkanir á íbúðamarkaði hafa dregist verulega saman á síðustu misserum. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, örlítið umfram almennt verðlag.
Kemur þetta fram í Hagsjá Landsbankans og er þar bent á að verðhækkanir séu meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.
Greining bankans bendir á að þróunin sé í átt að jafnvægi á markaði, þar sem hvorki kaupendur né seljendur hafi yfirhöndina. Sérstaklega eru nýjar íbúðir lengur að seljast en eldri.
Heimild: Mbl.is