Home Fréttir Í fréttum Jafnvægi að nást á íbúðamarkaði

Jafnvægi að nást á íbúðamarkaði

17
0
4,2% hækkun. Mynd: Mbl.is

Verðhækk­an­ir á íbúðamarkaði hafa dreg­ist veru­lega sam­an á síðustu miss­er­um. Vísi­tala íbúðaverðs hækkaði um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, ör­lítið um­fram al­mennt verðlag.

Kem­ur þetta fram í Hag­sjá Lands­bank­ans og er þar bent á að verðhækk­an­ir séu meiri á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu.

Grein­ing bank­ans bend­ir á að þró­un­in sé í átt að jafn­vægi á markaði, þar sem hvorki kaup­end­ur né selj­end­ur hafi yfir­hönd­ina. Sér­stak­lega eru nýj­ar íbúðir leng­ur að selj­ast en eldri.

Heimild: Mbl.is