
Unnið er að uppsetningu nýrra þotugildra við brautarenda annarrar tveggja flugbrauta á Keflavíkurflugvelli, en búnaðinum er ætlað að grípa flugvélar sem eru við það að renna út af flugbraut.
Í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur m.a. fram að verkefnið sé að endurnýja þær þotugildrur sem fyrir eru og taka í notkun nýjan búnað sem hentar betur flugvelli sem er bæði nýttur í borgaralegum og varnartilgangi, auk þess sem erfitt sé að fá varahluti í núverandi búnað.
Segir í svarinu að frá tímum varnarliðsins hafi verið og séu enn í notkun og rekstri fjórar þotugildrur á flugvellinum, ein á hverjum brautarenda. Almennt sé gerð krafa um þotugildrur á flugvöllum þar sem orrustuþotur hafi viðkomu.
Heimild: Mbl.is