Home Fréttir Í fréttum Nýjar þotugildrur á flugvellinum

Nýjar þotugildrur á flugvellinum

20
0
Ekki kom til þess að grípa þyrfti til þotugildru þegar þessi flugvél Icelandair nauðlenti á vellinum, en lendingin gekk áfallalaust. mbl.is/Eggert

Unnið er að upp­setn­ingu nýrra þotu­gildra við brautar­enda annarr­ar tveggja flug­brauta á Kefla­vík­ur­flug­velli, en búnaðinum er ætlað að grípa flug­vél­ar sem eru við það að renna út af flug­braut.

Í skrif­legu svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins kem­ur m.a. fram að verk­efnið sé að end­ur­nýja þær þotu­gildr­ur sem fyr­ir eru og taka í notk­un nýj­an búnað sem hent­ar bet­ur flug­velli sem er bæði nýtt­ur í borg­ara­leg­um og varn­ar­til­gangi, auk þess sem erfitt sé að fá vara­hluti í nú­ver­andi búnað.

Seg­ir í svar­inu að frá tím­um varn­ar­liðsins hafi verið og séu enn í notk­un og rekstri fjór­ar þotu­gildr­ur á flug­vell­in­um, ein á hverj­um brautar­enda. Al­mennt sé gerð krafa um þotu­gildr­ur á flug­völl­um þar sem orr­ustuþotur hafi viðkomu.

Heimild: Mbl.is