Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu. Um er að ræða snjómokstur í dreifbýli og á heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og geta bjóðendur lagt fram tilboð í einn eða fleiri samningshluta útboðsins.
Hægt er að sækja öll útboðsgögn á útboðsvefnum á vefslóðinni: https://borgarbyggd.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/8a75af13-85b3-433b-8241-654742193164
Útboðsgögn afhent: | 14.08.2025 kl. 13:00 |
Skilafrestur | 29.08.2025 kl. 13:00 |
Opnun tilboða: | 29.08.2025 kl. 13:05 |
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.