
Þakviðgerðir og endurnýjun stálklæðningar eru meðal þeirra viðgerða sem lagst hefur verið í á útbyggingu Kjarvalsstaða. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Kjarvalsstaða segir viðgerðir hafa legið fyrir lengi og því gleðiefni að þær séu hafnar.
„Það hefur lekið í gegnum þakið á þessari útbyggingu, sem vísar út að Flókagötu, töluvert lengi og það er verið að ráðast í að laga það núna.“ Ólöf segir áætlað að viðgerðirnar taki um tvær vikur, en að viðbúið sé að lok þeirra gætu dregist út ágústmánuð.
Heimild: Mbl.is