Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í blágrænar ofanvatnslausnir í Teigagili í Mosfellsbæ.
Helstu verkþættir eru:
Verkið felst í að útbúa tvær regnlautir í Teigagili í Mosfellsbæ til að hreinsa ofanvatn. Helstu verkþættir eru gröftur, fylling og gróðurlag.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 230 m3
- Fylling, burðarhæf 330 m3
- Gróðurlag, endurlögn 1800 m2
- Malarstígur 22 m
- Ø100 PP SN8 lögn 10 m
- Niðurföll án sandfangs 2 stk.
Verkinu skal vera lokið 31. október 2025.
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið mos@mos.is. Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 13:00 föstudaginn 18. júlí 2025.
Tilboðum skal skilað rafrænt á netfangið mos@mos.is eigi síðar en kl. 11:00 mánudaginn 11. ágúst 2025. Enginn formlegur opnunarfundur verður haldinn en upplýsingar um niðurstöðu opnunar verða birtar bjóðendum eftir að tilboð hafa verið opnuð.