Home Fréttir Í fréttum Má ekki byggja við Högnuhús

Má ekki byggja við Högnuhús

19
0
Brekkugerði 19 er eitt frægasta hús arkitektsins Högnu Sigurðardóttur. mbl.is/Eyþór

Eig­andi húss­ins að Brekku­gerði 19 í Reykja­vík fær ekki leyfi til að byggja niðurgrafna viðbygg­ingu við húsið.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur hafnað kröfu eig­and­ans um að ógilda ákvörðun bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík frá því í fe­brú­ar þar sem bygg­ingaráformun­um var hafnað.

Húsið að Brekku­gerði 19 er eitt þekkt­asta hús arki­tekts­ins Högnu Sig­urðardótt­ur. Það var byggt árið 1963 og er rúm­ir 300 fer­metr­ar.

Í máls­rök­um eig­and­ans kem­ur fram að lóðirn­ar Brekku­gerði 17 og 19 hafi upp­haf­lega verið ein lóð sem hafi síðan verið skipt upp. Lóðin sé sú minnsta við göt­una.

Heimild: Mbl.is