Eigandi hússins að Brekkugerði 19 í Reykjavík fær ekki leyfi til að byggja niðurgrafna viðbyggingu við húsið.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigandans um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá því í febrúar þar sem byggingaráformunum var hafnað.
Húsið að Brekkugerði 19 er eitt þekktasta hús arkitektsins Högnu Sigurðardóttur. Það var byggt árið 1963 og er rúmir 300 fermetrar.
Í málsrökum eigandans kemur fram að lóðirnar Brekkugerði 17 og 19 hafi upphaflega verið ein lóð sem hafi síðan verið skipt upp. Lóðin sé sú minnsta við götuna.
Heimild: Mbl.is