F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Þjónusta rafverktaka við götulýsingar- og umferðarljósakerfi Reykjavíkurborgar, útboð nr. 16165.
Reykjavíkurborg óskar eftir tilboðum í rammasamning um þjónustu rafverktaka vegna viðhalds og viðgerða á götulýsingar- og umferðarljósakerfi borgarinnar. Verkið felur meðal annars í sér reglubundið eftirlit, bilanavöktun og bilanaleit, viðgerðir á jarðstrengjum, vinnu í götuskápum, uppsetningu og skipti á ljósastaurum og lömpum, neyðarviðgerðir og uppsetningu ljósabúnaðar.
Verkefnið skiptist í tvo hluta:
Hluti 1 snýr að viðhaldi og þjónustu við götulýsingarkerfi Reykjavíkurborgar.
Hluti 2 tekur til þjónustu og bakvakta vegna umferðarljósakerfis borgarinnar, með skilyrtri viðveru starfsmanns í dagvinnu og útkallsvöktum utan vinnutíma.
Samningstími er eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn, þrisvar sinnum. Bjóðendum er heimilt að bjóða í annan hluta eða báða hlutana.
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 11:00, 8. júlí 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 14. ágúst 2025.