Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stytting hringvegarins við Hornafjörð gengið vel

Stytting hringvegarins við Hornafjörð gengið vel

36
0
Framkvæmdum miðar vel áfram, hér við Djúpá. Ljósmynd/Vegagerðin

Stytt­ingu hring­veg­ar­ins um 12 km við Horna­fjörð mun ljúka fyr­ir ára­mót. Verkið hef­ur gengið vel og er á áætl­un sam­kvæmt Aroni Erni Karls­syni, staðar­stjóra Ístaks.

Um er að ræða lagn­ingu 19 kíló­metra langs þjóðveg­ar, 9 km hliðar­vega og bygg­ingu fjög­urra tví­breiðra brúa sem eru sam­tals 468 m lang­ar að því er fram kem­ur í öðru tölu­blaði af fram­kvæmda­frétt­um Vega­gerðar­inn­ar.

Verk­kostnaður ná­lægt áætl­un

Aðspurður seg­ir Aron kostnað verks­ins vera ná­læg­an því sem upp­haf­leg kostnaðaráætl­un seg­ir til, um 6,3 millj­arða króna.

Um þess­ar mund­ir er aðallega unnið að ræ­sa­gerð, rof­vörn­um og út­lögn á styrkt­ar­lagi. Klæðning hófst í lok júní og áætlað er að búið verði að klæða all­an veg­kafl­ann í lok ág­úst.

Lang­vinnt hring­torgs­ferli senn á enda

Ein­ung­is eitt verk stend­ur út af – gerð hring­torgs sem tengja myndi Hring­veg­inn við Hafn­ar­veg og Nesja­hverfi. Nokk­ur atriði hafa tafið þann hluta verks­ins, en nú er loks kom­inn skriður í málið.

Fyrst um sinn stóð til að tvenn T-laga gatna­mót yrðu lögð, en bæj­ar­stjórn Horna­fjarðar óskaði eft­ir því að Vega­gerðin myndi hanna hring­torg í stað þeirra eft­ir að fram­kvæmd­ir hóf­ust.

Var það talið ákjós­an­legra þar sem lík­ur séu á að um­ferð muni aukast veru­lega á þess­um kafla á næstu árum vegna upp­bygg­ing­ar í ferðaþjón­ustu.

Fækk­un ein­breiðra brúa fagnaðarefni

Ein­breiðum brúm á hring­veg­in­um mun fækka um þrjár þegar fram­kvæmd­um lýk­ur. Með því mun draga mikið úr um­ferð á lengstu ein­breiðu brú lands­ins, sem er 64 ára göm­ul, 255 m löng og ligg­ur yfir Horna­fjarðarfljót.

Fækk­un ein­breiðra brúa er fagnaðarefni fyr­ir um­ferðarör­yggi á svæðinu að mati Vega­gerðar­inn­ar.

Um 20 slys urðu að meðaltali við ein­breiðar brýr ár­lega á ár­un­um 2002-2021 sam­kvæmt 5. tbl. Fram­kvæmda Vega­gerðar­inn­ar 2022, en sam­hliða fækk­un ein­breiðra brúa fækkaði slík­um slys­um.

Heimild: Mbl.is