Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekin að viðbyggingu við veiðihúsið við Laxá á Ásum

Skóflustunga tekin að viðbyggingu við veiðihúsið við Laxá á Ásum

137
0
Mynd: Huni.is

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Páll A. Jónsson, formaður Veiðifélags Laxár á Ásum, tóku í gær fyrstu skóflustunguna að stækkun veiðihúsins Ásgarðs að viðstöddu fjölmenni. Veiðihúsið verður stækkað um 230 fermetra og á viðbyggingin að nýtast undir gistiaðstöðu fyrir veiðimenn og starfsfólk og undir vöðlugeymslu.

<>

Stækkun veiðihússins kemur í beinu framhaldi af því að Rarik leggur niður Laxárvatnsvirkjun sem nýtt hefur vatnið í efri hluta árinnar, en við þessar breytingar mun vatnsmagnið þrefaldast í efri hluta hennar og það skapar tækifæri til að fjölga stöngum í ánni um tvær.

Áætlað er að breytingunum ljúki vorið 2017 en það er Loftorka sem mun sjá um stækkun hússins.

Heimild: Huni.is