Home Fréttir Í fréttum 07.05.2025 Rangárþing eystra. Gatnagerð, Höfðavegur á Hvolsvelli 2025

07.05.2025 Rangárþing eystra. Gatnagerð, Höfðavegur á Hvolsvelli 2025

39
0
Mynd: Rangárþing eystra

Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í : „Höfðavegur 2025“

Verkið felur í sér gerð á nýrri götu, Höfðavegur. Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum, leggja styrktarlag, burðarlag, malbika götur og gangstéttar. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, hitaveitu, reisa ljósastaura og leggja ljósastaurastreng og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitulagna.

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur 1200 m³
  • Fylling 2050 m³
  • Malbik 1220 m²
  • Fráveita 292 m
  • Hitaveita 254 m

Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2025.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 22. apríl 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu Selfossi, með tölvupósti á netfangið bardur.arnason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 7. maí 2025 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.