Home Fréttir Í fréttum Tugir milljarða í ný hótel í borginni

Tugir milljarða í ný hótel í borginni

63
0
Hyatt-hótel á Laugavegi. mbl.is/Karítas

Um þúsund hót­el­her­bergi bæt­ast við markaðinn í Reykja­vík þegar upp­bygg­ingu fjög­urra nýrra hót­ela og stækk­un tveggja hót­ela verður lokið eft­ir þrjú ár.

Eitt þess­ara hót­ela er fyr­ir­hugað Moxy-hót­el í Bríet­ar­túni en það til­heyr­ir Marriott-keðjunni. Kostnaður við það er áætlaður 10,5 millj­arðar, án virðis­auka­skatts, og má því ætla að sam­an­lagt kosti það millj­arðatugi að byggja hót­el­in fjög­ur og stækka tvö hót­el að auki.

Eitt­hvað gæti látið und­an

Sér­fræðing­ur á hót­el­markaði sem Morg­un­blaðið ræddi við sagði þessa fjölg­un hót­el­her­bergja hugs­an­lega leiða til þess að hluta gist­i­rýma í Reykja­vík yrði breytt og þær bygg­ing­ar nýtt­ar á ann­an veg.

Heimild: Mbl.is