Um þúsund hótelherbergi bætast við markaðinn í Reykjavík þegar uppbyggingu fjögurra nýrra hótela og stækkun tveggja hótela verður lokið eftir þrjú ár.
Eitt þessara hótela er fyrirhugað Moxy-hótel í Bríetartúni en það tilheyrir Marriott-keðjunni. Kostnaður við það er áætlaður 10,5 milljarðar, án virðisaukaskatts, og má því ætla að samanlagt kosti það milljarðatugi að byggja hótelin fjögur og stækka tvö hótel að auki.
Eitthvað gæti látið undan
Sérfræðingur á hótelmarkaði sem Morgunblaðið ræddi við sagði þessa fjölgun hótelherbergja hugsanlega leiða til þess að hluta gistirýma í Reykjavík yrði breytt og þær byggingar nýttar á annan veg.
Heimild: Mbl.is