F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Malbiksyfirlagnir og fræsingar í Reykjavík 2025, útboð 2, austan Reykjanesbrautar, útboð nr. 16124.
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í malbikun og fræsingu gatna Reykjavíkur austan Reykjanesbrautar og vinnu tengdri þeirri malbikun og fræsingu. Um er að ræða beinar yfirlagnir á eldri slitlög gatna og yfirlagnir og fræsingu á þær götur sem þarf að fræsa.
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 12:00 þann 25. mars 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 14:00 þann 8. apríl 2025.