Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Vármárvöllur, aðalvölllur og frjálsíþróttaaðstaða – Gervigras.
Útboðsverkið felst í útvegun og fullnaðarfrágangi gervigrass ásamt fjaðurlagi (in-situ) vegna endurgerðs aðalvallar við Varmá Mosfellsbæ. Gervigrasið skal vera af bestu fáanlegum gæðum og uppfylla FIFA Quality Pro staðal Alþjóðaknattspyrnusambandsins.
Helstu þættir verksins eru:
- Gervigrasyfirborð alls um 10.481m2
- Keppnisvöllur 68x105m
- Heildarstærð 74x113m
- Viðbótarsvæði 1.665m2
Skiladagar verksins eru eftirfarandi:
- Verklok keppnisvallar – 15. ágúst 2025
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar frá og með mánudeginum 17. mars 2025 kl. 14:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en miðvikudaginn 2. apríl kl. 14:00.