Home Fréttir Í fréttum Nokkrir látnir eftir að byggingakrani hrundi

Nokkrir látnir eftir að byggingakrani hrundi

80
0
Björgunaraðilar á vettvangi þar sem kraninn hrundi. AFP

Að minnsta kosti fjór­ir eru látn­ir eft­ir að bygg­ingakrani hrundi á bygg­ing­ar­svæði í Bang­kok, höfuðborg Taí­lands, í dag.

Slysið varð snemma í morg­un á Rama veg­in­um sem teng­ir Bang­kok við suður­hluta lands­ins. Í það minnsta fjór­ir bygg­inga­verk­menn lét­ust og tug­ir slösuðust að sögn lög­reglu.

„Við höf­um náð fjór­um lík­um og eitt er fast und­ir rúst­un­um,“ sagði Saym­an Boon­son, hátt­sett­ur lög­reglumaður, við frétta­menn á vett­vangi.

Hann seg­ir að fjór­ir af þeim sem lét­ust séu taí­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar og þegar er haf­in rann­sókn að til­drög­um slyss­ins.

Í það minnsta fjór­ir lét­ust og tug­ir slösuðust þegar kran­inn hrundi. AFP

Sjón­ar­vott­ur sagði við Thair­ath sjón­varps­stöðina að hann hafi heyrði tvo háa hvell áður en hann sá kran­ann falla til jarðar en menn­irn­ir voru að hella sementi í bygg­ing­ar­mót þegar kran­inn hrundi.

Slys á bygg­ing­ar­svæðum í Taílandi eru al­geng þar sem ör­ygg­is­regl­um er ábóta­vant. Í mars á síðasta ári lét­ust til að mynda sjö þegar krani hrundi í verk­smiðju aust­ur af höfuðborg­inni og fyr­ir tveim­ur árum lét­ust að minnsta kosti tveir og tug­ir slösuðust þegar veg­brú í bygg­ingu í Ban­kok hrundi.

Heimild: Mbl.is