Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Norð­austur­vegur (85) um Brekkna­heiði, Langa­nesvegur – Vatnadalur

Opnun útboðs: Norð­austur­vegur (85) um Brekkna­heiði, Langa­nesvegur – Vatnadalur

79
0

Vegagerðin býður hér með út endurbyggingu Norðausturvegar á um 7,6 km kafla, frá Langanesvegi og að Vatnadal á Brekknaheiði.

Helstu magntölur eru:
Bergskeringar í vegstæði
1.750 m3
Fyllingar
136.400 m3
Fyllingar í farg
53.500 m3
Fláafleygar
27.000 m2
Ræsalögn
544 m
Stálplöturæsi
26 m
Styrktarlag
39.200 m3
Burðarlag
12.000 m3
Klæðing
52.500 m2
Girðingar
500 m

Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 2027.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 17.  febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. mars 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.