Home Fréttir Í fréttum Kirkjutröppunum á Akureyri lokað á ný

Kirkjutröppunum á Akureyri lokað á ný

21
0
Snjóbræðsla verður sett í neðsta pallinn í vikunni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fram­kvæmd­ir við end­ur­nýj­un á palli fyr­ir neðan kirkjutröpp­urn­ar við Ak­ur­eyr­ar­kirkju hóf­ust í byrj­un vik­unn­ar. Af þeim sök­um hef­ur neðri hluta kirkjutrapp­anna verið lokað og verða þær lokaðar næstu daga.

Á vef Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar seg­ir að þegar tröpp­urn­ar voru end­ur­nýjaðar hafi ekki verið mögu­legt að ljúka við og setja snjó­bræðslu í neðsta pall­inn. „Fram­kvæmd­irn­ar við tröpp­urn­ar voru afar um­fangs­mikl­ar og fólu meðal ann­ars í sér jarðvegs­skipti og end­ur­nýj­un á niður­gröfnu þaki hús­næðis­ins und­ir tröpp­un­um sem áður hýsti al­menn­ings­sal­erni.

Nú er hins veg­ar hægt að klára þenn­an af­markaða loka­hluta og þar með verður snjó­bræðsla í öll­um tröpp­un­um frá bíla­plani við hót­elið upp að Ak­ur­eyr­ar­kirkju,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef bæj­ar­ins.

Efri hluti kirkjutrapp­anna verður op­inn meðan á fram­kvæmd­un­um stend­ur og verður hjá­leið um stíg­inn sem end­ur­nýjaður var síðasta sum­ar og ligg­ur til suðurs að Sig­ur­hæðum og þaðan niður á Hafn­ar­stræti.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is