Home Fréttir Í fréttum Heimar kaupa allt hlutafé í Grósku

Heimar kaupa allt hlutafé í Grósku

43
0
Gróska ehf. á og rekur Grósku hugmyndahús. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Heim­ar hf. hafa gengið frá sam­komu­lagi um helstu skil­mála um kaup á öllu hluta­fé Grósku ehf. og Gróður­húss­ins ehf.

<>

Er heild­ar­virði viðskipt­anna er metið á 13.850 m.kr., en inni í því felst m.a. fast­eign­in Gróska að Bjarg­ar­götu 1, sem sam­nefnt fé­lag á og rek­ur. Er Gróska um 18.600 fer­metr­ar að stærð ásamt 6.200 fer­metr­ar bíla­kjall­ara með 205 stæðum, eða sam­tals um 24.800 fer­metr­ar. Gróður­húsið rek­ur sprota­set­ur og vinnu­rými í fast­eign­inni.

Í til­kynn­ingu frá Heim­um kem­ur fram að sam­komu­lagið feli í sér yf­ir­töku á skulda­bréfa­flokkn­um GROSKA 29 GB. Þá er fyr­ir­hugað er að kaup­verðið muni greiðast að öllu leyti með út­gáfu og af­hend­ingu 258 millj­ón nýrra hluta í Heim­um.

Stjórn­end­ur Heima áætla að áhrif kaup­anna á EBITDA fé­lags­ins á árs­grund­velli verði 780 m.kr. í kjöl­far viðskipta. Sam­komu­lagið er háð ýms­um fyr­ir­vör­um, m.a. samþykki hlut­hafa­fund­ar, niður­stöðu áreiðan­leikak­ann­ana, end­an­lega skjala­gerð og samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að upp­bygg­ing­araðilar og eig­end­ur Grósku verði eft­ir kaup­in stærstu hlut­haf­ar Heima, en eig­end­ur Grósku sam­kvæmt fyr­ir­tækja­skrá eru þeir Andri Sveins­son, Birg­ir Már Ragn­ars­son og Björgólf­ur Thor Björgólfs­son.

Munu styrkja alþjóðleg tengsl Heima
Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, for­stjóri Heima, seg­ir í til­kynn­ing­unni að kaup­in á Grósku muni leiða til auk­inna verðmæta fyr­ir hlut­hafa fé­lags­ins „Kaup­in falla vel að eigna­safni fé­lags­ins og sam­ræm­ast jafn­framt þeirri sýn fé­lags­ins að skapa sterk kjarna­svæði. Þá er ákaf­lega ánægju­legt að fá þarna nýja og öfl­uga einka­fjár­festa inn í hlut­hafa­hóp Heima sem munu styrkja enn frek­ar alþjóðleg tengsl okk­ar og tæki­færi til að þróa fyr­ir­tækið áfram.“

Heimild: Mbl.is