Home Fréttir Í fréttum Mjóddin í endurnýjun lífdaga

Mjóddin í endurnýjun lífdaga

5
0
Íbúðabyggð er fyrirhuguð í Stekkjarbakka 4-6 og í Álfabakka 7 í Norður-Mjódd. Ljósmynd/Klasi

Gera má ráð fyr­ir að síðar á þessu ári verði kynnt­ar hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu í Norður-Mjódd.

<>

Nán­ar til­tekið á lóðunum Stekkj­ar­bakka 4-6 og Álfa­bakka 7, á svæðinu frá strætó­stöðinni í Mjódd að Staldr­inu, en þær eru í eigu fast­eignaþró­un­ar­fé­lags­ins Klasa. Svæðið er hér sýnt á loft­mynd.

Þær upp­lýs­ing­ar feng­ust frá Klasa að verið væri að vinna að upp­drætti og grein­ar­gerð ásamt ýms­um grein­ing­um. Sú vinna væri langt kom­in og von­ir bundn­ar við að málið yrði tekið fyr­ir hjá Reykja­vík­ur­borg á næst­unni og áformin þá kynnt nán­ar.

Rætt um 450 íbúðir
Fram kem­ur í skipu­lags­lýs­ingu að end­an­leg­ur fjöldi íbúða á svæðinu hafi ekki verið ákveðinn. Hins veg­ar hef­ur verið rætt um 450 íbúðir á svæðinu auk at­vinnu­hús­næðis á jarðhæð.

Skipu­lags­mál í Mjódd hafa verið mikið til umræðu að und­an­förnu. Þá ekki síst vegna upp­bygg­ing­ar á at­vinnu­hús­næði í Álfa­bakka 2 í Suður-Mjódd.

Nú er at­hygl­in að bein­ast að upp­bygg­ingu í Norður-Mjódd, norðan Breiðholts­braut­ar, en sagt var frá því í Morg­un­blaðinu í gær að fjár­fest­ar hafa keypt SAM-bíó­húsið í Álfa­bakka 8. Bíða þeir nú viðbragða frá borg­inni varðandi framtíðarnotk­un húss­ins.

Teng­ist einn þess­ara fjár­festa jafn­framt upp­bygg­ing­unni í Álfa­bakka 2.

Fyr­ir­huguð upp­bygg­ing Klasa í Norður-Mjódd er stærsta verk­efnið á svæðinu. Garðheim­ar og ÁTVR hafa þegar flutt þaðan og í nýtt hús­næði í Álfa­bakka 6 í Suður-Mjódd.

Meiri þétt­ing byggðar er svo mögu­leg á bíla­stæðum vest­an og aust­an við versl­un­ar­kjarn­ann í Mjódd. Til að setja 450 íbúðir í sam­hengi voru byggðar um 360 íbúðir við hlið RÚV. Þá er miðað við um 100 íbúðir með þétt­ingu byggðar í Arn­ar­bakka 2, 4 og 10 aust­an við Mjódd. Loks má nefna áform um Ald­in Bi­odome í jaðri Elliðaár­dals við Stekkj­ar­bakka.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í fyrradag.

Heimild: Mbl.is