Home Fréttir Í fréttum Virkjunarleyfi Búrfellslundar stendur

Virkjunarleyfi Búrfellslundar stendur

30
0
Mynd: Landsvirkjun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar, 120 MW vindorkuvers við Vaðöldu í Rangárþingi ytra.

<>

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Orkustofnunar um að veita Landsvirkjun virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar, 120 MW vindorkuvers við Vaðöldu í Rangárþingi ytra.

Orkustofnun veitti virkjunarleyfið í ágúst á síðasta ári, en í september kærðu samtökin Náttúrugrið þá ákvörðun og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Í niðurstöðum sínum segir meirihluti úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að ekki yrði séð að neinir þeir annmarkar lægju fyrir sem raskað gætu gildi ákvörðunar Orkustofnunar.

Úrskurðurinn er í heild hér

Heimild: Landsvirkjun.is