Home Fréttir Í fréttum Fjárhagsvandi þrýstir á sölu eigna

Fjárhagsvandi þrýstir á sölu eigna

55
0
Brák er ætlað að tryggja ákveðnum hópum íbúðir til langtímaleigu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var í borg­ar­ráði Reykja­vík­ur 27. janú­ar síðastliðinn að heim­ila Leigu­fé­lagi aldraðr að selja íbúðir til Brák­ar íbúðafé­lags. Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) hef­ur allt síðasta ár unnið að því að aðstoða Leigu­fé­lag aldraðra vegna fjár­hags­vanda fé­lags­ins. Niðurstaða þeirr­ar vinnu er að selja Brák all­ar íbúðir í eigu fé­lags­ins, alls 49 íbúðir við Vatns­holt 1 og 3 í Reykja­vík og 31 íbúð að Dal­braut 6 á Akra­nesi.

<>

Reykja­vík­ur­borg setti það skil­yrði að íbúðirn­ar yrðu vistaðar í sér­deild hjá Brák og leigðar ein­göngu tekju- og eigna­litl­um eldri borg­ur­um í Reykja­vík. Sam­kvæmt lög­um er óheim­ilt að selja slík­ar íbúðir nema með leyfi HMS og viðkom­andi sveit­ar­fé­lags. HMS hef­ur samþykkt söl­una enda sé ekki rekstr­ar­grund­völl­ur fyr­ir íbúðunum inn­an Leigu­fé­lags aldraðra.

Brák var stofnað 2022 af 31 sveit­ar­fé­lagi utan höfuðborg­ar­svæðis­ins og síðan þá hafa tvö sveit­ar­fé­lög bæst við. Til­gang­ur fé­lags­ins er að stuðla að upp­bygg­ingu leigu­íbúða. Fjár­mun­ir fé­lags­ins koma frá ríki og sveit­ar­fé­lög­um, 18% frá ríki en 12% frá sveit­ar­fé­lög­un­um. Það sem upp á vant­ar er tekið að láni. Samþykkt­um verður breytt þannig að starfs­svæði fé­lags­ins taki til alls lands­ins.

Brák er óhagnaðardrif­in hús­næðis­sjálf­seign­ar­stofn­un sem ætlað er að tryggja tekju­lág­um ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um, ásamt þá nú einnig öldruðum, íbúðir til lang­tíma­leigu. Starfar þannig ekki á al­menn­um markaði held­ur fær til­lög­ur frá sveit­ar­fé­lög­un­um ásamt því að aug­lýsa eft­ir leigj­end­um. Í lok árs 2024 voru um 155 íbúðir í út­leigu og áætlan­ir ganga út á að í lok þessa árs verði íbúðir orðnar 269 tals­ins.

Í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann seg­ir Ein­ar Georgs­son fram­kvæmda­stjóri Brák­ar: „Það er meg­in­mark­mið með samn­ing­um milli aðila að ná fram auk­inni stærðar­hag­kvæmni og renna styrk­ari stoðum und­ir rekst­ur íbúðanna og áfram­hald­andi út­leigu þeirra til tekju- og eigna­lægra eldra fólks. Með kaup­un­um er hús­næðis­ör­yggi leigj­enda Leigu­fé­lags aldraðra tryggt til lengri tíma litið og enn sterk­ari stoðum rennt und­ir rekst­ur og upp­bygg­ingaráform Brák­ar.“

Heimild: Mbl.is