Home Fréttir Í fréttum „Nýbyggingar ekki í uppáhaldi hjá okkur“

„Nýbyggingar ekki í uppáhaldi hjá okkur“

49
0
Lélegur frágangur er oft ástæða þess að tjónin verða stór og geta orðið býsna kostnaðarsöm. Myndin sýnir flóð sem varð í Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ann­ríki hef­ur verið hjá trygg­inga­fé­lög­un­um eft­ir vatns­veðrið und­an­farna daga og hafa marg­ir orðið fyr­ir tjóni.

<>

Snorri Guðmunds­son, hóp­stjóri eigna­tjóna hjá VÍS, seg­ir að flest tjón sem verða vegna veðurs séu ekki bóta­skyld. Oft sé tjón vegna flóðs en tjón á ný­leg­um hús­um séu oft­ast vegna lé­legs frá­gangs í kring­um glugga og þök. Klæðning­arn­ar sjálf­ar haldi yf­ir­leitt vel en veik­leik­inn sé ef frá­gang­ur­inn er ekki full­nægj­andi. Þess hátt­ar tjón sé ekki bætt af trygg­inga­fé­lög­un­um, þau bæti tjón sem verði vegna bil­ana eða galla á lögn­um, en ekki vegna ut­anaðkom­andi leka nema hann verði eft­ir foktjón.

Hug­ar­farið allt öðru­vísi
Spurður hvort beri meira á leka í nýj­um bygg­ing­um seg­ir Snorri að verstu mann­virki Íslands­sög­unn­ar hafi verið byggð frá ár­inu 2000 til dags­ins í dag og vís­ar þá helst til lagna í ný­bygg­ing­um.

„Bygg­ing­ariðnaður­inn hef­ur breyst svo mikið á þess­um árum. Menn eru hætt­ir að koma sam­an til að búa til gott mann­virki og hugsa bara um sjálf­an sig og að kom­ast sem „bil­l­eg­ast“ frá hlut­un­um.“

Er eitt­hvað í reglu­verki sem hef­ur breyst eft­ir árið 2000 sem hef­ur orðið til þess að gæði bygg­inga hafa minnkað?

„Það er fyrst og fremst vegna þess að nú er það hraðinn sem ræður ferðinni. Það er mik­il pressa á öll­um að klára verkið hratt og sem ódýr­ast. Hug­ar­farið var allt öðru­vísi hér áður fyrr. Þá hafði píp­ar­inn skoðun á því hvernig múr­ar­inn vann verkið og múr­ar­inn hafði skoðun á því hvernig píp­ar­inn vann og sam­an fundu þeir bestu leiðirn­ar.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dagþ

Heimild: Mbl.is