Verkið skal framkvæma í samræmi við útboðsgögn eins og þeim er lýst í grein „0.2.1 Útboðsgögn“.
Innifalið í tilboði skal vera allt það sem til þarf til að ljúka verkinu eins og það er skilgreint í útboðsgögnum þessum. Tilboð skal gera á meðfylgjandi tilboðsblað og sundurliða í tilboðsskrá. Sjá meðfylgjandi fylgigögn.
Verkið er í aðalatriðum fólgið í því, að verktaki skal endurnýja fráveitulögn frá Hnoðraholti um Hæðarbraut, sem sameinast núverandi fráveitulögnum við Gilsbúð. Verktaki skal grafa fyrir lögnum, leggja nýja fráveitulögn og annast alla jarðvinnu og lagnavinnu.
Verk þetta skal vinna skv. teikningum og verklýsingu í meðfylgjandi fylgigögnum.
Helstu magntölur eru:
- Fylling og burðarlög 320 m3
- Upprif á malbiki og steypu 238 m2
- Fráveitulagnir 390 m
- Gröftur fyrir frárennslislögnum 920 m3
- Lagnaþveranir 9 stk.
- Þverun lækjar 1 stk.
Um framkvæmd:
- Fyrirspurnatíma lýkur: 20. febrúar
- Svarfrestur rennur út: 24. febrúar 2025
- Opnunartími tilboða: 27. febrúar 2025 kl. 14.00 (Skil á tilboði eru 13:45)
- Upphaf framkvæmdatíma: Við töku tilboðs
- Verklok og áfangaskil: 1.september 2025
Fylgigögn: