Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 24.01.2025 Tæki og bifreið til sölu hjá Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar

24.01.2025 Tæki og bifreið til sölu hjá Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar

77
0

Nú eru til sölu hjá Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar ýmis tæki sem verða til sýnis á Rangárvöllum 2, fyrir framan SVA, fimmtudaginn 23. janúar frá kl. 14-15.

<>

Óskað er eftir tilboðum í eftirtalin tæki:

  • Caterpillar 163H AWD Veghefill
  • Árg. 2004
  • Tímastaða: 16.427
  • HAMM DV 70 Valtari
  • Árg. 2007
  • Tímastaða: 1.880
  • Wirtgen W50DC malbiksfræsari
  • Árg. 2011
  • Tímastaða: 2.483
  • Scania T92
  • Árg. 1990
  • Kílómetrastaða: 292.820
  • Malbikshitakassi
  • Árg. 2019

Tækin verða sem áður segir til sýnis á Rangárvöllum 2, fyrir framan SVA, fimmtudaginn 23. janúar frá kl. 14-15. Starfsfólk Umhverfismiðstöðvar verður á staðnum og svarar spurningum sem kunna að koma upp. Tilboðsblöð verða á staðnum og einnig verður hægt að nálgast þau í þjónustuverinu í Ráðhúsinu.

Tilboðum skal skila til Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð fyrir klukkan 13.00 föstudaginn 24. janúar 2025. Einnig er hægt að skila inn tilboðum rafrænt á netfangið umsarekstur@akureyri.is.