Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Endurbætur hafnar á slökkvistöð Djúpavogs

Endurbætur hafnar á slökkvistöð Djúpavogs

11
0
Mynd: Austurfrett.is

Vinna er loks hafin við allsherjar endurbætur á húsnæði slökkviliðs Djúpavogs en það húsnæði vel komið til ára sinna og lítið sem ekkert viðhald þar farið fram frá upphafi.

<>

Í slökkvistöðinni eru tvö rými fyrir þá tvo bíla sem slökkviliðið hefur yfir að ráða. Annar bíllinn stendur nú úti meðan unnið er í húsnæðinu að sögn Eiðs Ragnarssonar, staðgengils sveitarstjóra á Djúpavogi.

„,Það lítið verið gert fyrir húsið síðan það var byggt á sínum tíma og því tími til kominn að fara í það nú. Það er töluvert sem þarf að gera eins og að endurnýja allt rafmagn og vatnslagnir, bæta búningsaðstöðuna auk þess sem breyta á aðeins aðstöðunni fyrir slökkvibílinn svo hægara verði um vik. Þannig að þetta er svona allsherjar tiltekt innanhúss.“

Ekki liggur fyrir hvenær verkinu nákvæmlega lýkur að sögn Eiðs en um einhverjar vikur verður um að ræða að lágmarki.

Heimild: Austurfrett.is