Home Fréttir Í fréttum Allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi

Allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi

19
0

Mikl­ar lík­ur eru á því að Lands­virkj­un áfrýi dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fella úr gildi virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un. Túlka má dóm­inn þannig að ekki sé hægt að ráðast í nein­ar nýj­ar vatns­afls­virkj­an­ir á Íslandi.

<>

Þetta seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Í dómn­um kom fram að Um­hverf­is­stofn­un væri ekki heim­ilt að veita heim­ild fyr­ir breyt­ingu á vatns­hloti.

Sam­kvæmt dómn­um þá gerði lög­gjaf­inn Um­hverf­is­stofn­un ókleift að veita heim­ild til breyt­ing­ar á vatns­hloti fyr­ir bygg­ingu vatns­afls­virkj­ana við inn­leiðingu vatna­til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins. Til­skip­un­in var sett í lög árið 2022 en sótt var um virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un árið 2021.

Breyt­ing á vatns­hloti þýðir að verið sé að breyta til dæm­is rennsli, sem ger­ist þegar vatns­afls­virkj­an­ir eru byggðar. Heim­ild til breyt­ing­ar á vatns­hloti er for­senda þess að fá virkj­un­ar­leyfi frá Orku­stofn­un.

Óheim­ilt að virkja vatns­afl miðað við dóm­inn
„Hann túlk­ar laga­setn­ing­una þannig að Um­hverf­is­stofn­un sé ekki heim­ilt að veita breyt­ing­ar á vatns­hloti fyr­ir vatns­afls­virkj­un. Sem þýðir bara að það er óheim­ilt að virkja vatns­afl á Íslandi sam­kvæmt þess­ari túlk­un,” seg­ir Hörður en tek­ur fram að þetta sé mat lög­manna Lands­virkj­un­ar á dómn­um við fyrstu sýn.

Set­ur þetta þá öll frek­ari vatns­afls­virkj­ana­áform í upp­nám?

„Ef túlk­un­in er svona þá set­ur það all­ar vatns­afls­virkj­an­ir í upp­nám,“ seg­ir Hörður.

Ann­mark­ar í meðferð máls­ins á þingi
Hann seg­ir ljóst að lög­un­um sé ekki ætlað að vinna gegn vatns­afls­virkj­un­um en dóm­ur­inn sé frek­ar að segja að ann­mark­ar hafi verið í meðferð máls­ins á Alþingi.

Nefnd­in sem var með málið til um­fjöll­un­ar hafi, að mati dóms­ins, ekki gert það nógu skýrt hver vilji stjórn­valda væri – að heim­ila vatns­afls­virkj­an­ir.

Spurður hvort rík­is­stjórn­in þurfi að leggja fram nýtt frum­varp seg­ir Hörður:

„Ef þau [stjórn­völd] eru sam­mála þess­ari túlk­un dóm­ar­ans að það séu ágall­ar á frum­varp­inu, sem er þannig að vilji stjórn­valda sé ekki að koma þar fram, þá held ég að það sé ein­boðið að það þurfi að skoða það,“ svar­ar Hörður.

Munu lík­lega áfrýja
Aldrei hef­ur reynt á þetta fyr­ir dómi fyrr en nú og Hörður seg­ir lík­legt að Lands­virkj­un muni áfrýja mál­inu.

„Við tök­um dag­inn í dag og á morg­un til að greina stöðuna og við mun­um líka ráðfæra okk­ur við stjórn­völd því það er al­veg ljóst að okk­ar mati að þetta er ekki mark­miðið með laga­setn­ing­unni,“ seg­ir Hörður og bæt­ir við:

„Það er mjög mikl­ar lík­ur á því að við mun­um áfrýja.“

Heimild: Mbl.is