Home Fréttir Í fréttum Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa í Vestmannaeyjum

Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa í Vestmannaeyjum

28
0
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt.

<>

Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með aðsetur í Ráðhúsinu.

Að sögn Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar barst ein umsókn um starfið. Hún kom frá Rannveigu Ísfjörð.

Heimild: Eyjafrettir.is