Home Fréttir Í fréttum Hækka varnargarða um allt að níu metra fyrir næsta eldgos

Hækka varnargarða um allt að níu metra fyrir næsta eldgos

46
0
Varnargarður við Svartsengi – Víðir Hólm

Á milli hrauntungna frá fyrri eldgosum myndast nokkurs konar farvegur fyrir nýtt hraun sem myndi stefna í átt að orkuverinu í Svartsengi, segir jarðverkfræðingur. Þess vegna þarf að hækka þann garð töluvert fyrir næsta eldgos.

<>

Enn á ný er unnið dag og nótt við að hækka varnargarða við Svartsengi. Nú á hækka þá um átta til níu metra. Landris heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi.

„Núna erum við að hækka allt garðakerfið frá Grindavíkurvegi niður fyrir Bláa lónið,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu.

Þið eruð í kappi við tímann? „Já, þetta miðar við það að þessar svörtustu spár að við séum að fara í annan atburð í enda mánaðarins. Þess vegna settum við á vaktirnar og miðum við að keyra hratt inn í þetta svæði á næstu vikum.“

Unnið að því að hækka varnargarðinn við Svartsengi.
– Víðir Hólm

Jón Haukur segir að á viku nái þeir að færa til um 60 þúsund rúmmetra af efni. Til samanburðar jafngildir það tuttugu og þremur Laugardalslaugum.

Af hverju er mikilvægt að ná að klára þetta fyrir næsta atburð? „Það er fyrst og fremst að komi eitthvað svipað flæði og þá, þá er opin lína inn á Svartsengi á milli hrauntungunnar frá í júní og nóvember.

Þar myndast nokkurs konar farvegur, það þarf að stoppa í það gat hreinlega svo það renni ekki inn fyrir. Það sem er líka erfitt í því sambandi að við þurfum að snúa hrauninu töluvert því það kemur svolítið þvert á garðinn, það er þess þá mikilvægara að garðurinn sé kominn í góða hæð þegar þar að kemur.“

Heimild: Ruv.is