Home Fréttir Í fréttum Húsnæðisáætlanir byggðar á sandi

Húsnæðisáætlanir byggðar á sandi

47
0
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál. mbl.is/Baldur

„Áætlan­irn­ar voru vissu­lega metnaðarfull­ar og ástæður seink­ana marg­vís­leg­ar,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Kópa­vogs við Morg­un­blaðið, en fram­kvæmd­ir eru aðeins hafn­ar við 42% þeirra íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu sem áætlað var að yrði út­hlutað 2022.

<>

Kom þetta fram í ný­legu er­indi sér­fræðings Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar um málið og einnig að ekki væri enn hægt að byggja á 28% þeirra lóða sem til stóð að út­hluta 2023. Valdi­mar Víðis­son, starfs­bróðir Ásdís­ar í Hafnar­f­irði, seg­ir mikla vinnu und­an­far­inna ára hafa skilað sér með „hafn­firsku leiðinni“ í upp­bygg­ingu íbúða.

Jón Örn Gunn­ars­son, sér­fræðing­ur á hús­næðis­sviði stofn­un­ar­inn­ar, hélt á dög­un­um er­indið Staða íbúðaupp­bygg­ing­ar og framtíðar­horf­ur á opn­um fundi um stöðu þess­ara mála á höfuðborg­ar­svæðinu.

Í er­indi Jóns Arn­ar kom meðal ann­ars fram að fram­kvæmd­ir væru aðeins hafn­ar við 42 pró­sent þeirra íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu sem áætlað var að yrði út­hlutað árið 2022.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is