Home Fréttir Í fréttum Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga

Segja flugbraut Reykjavíkurflugvallar ekki örugga

14
0
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi

Loka á ann­arri tveggja flug­brauta Reykja­víkurflug­vall­ar sem fyrst sök­um þess að Reykja­vík­ur­borg hef­ur ekki fellt 1.400 tré í Öskju­hlíð sem, að mati Sam­göngu­stofu, er nauðsyn­legt til þess að tryggja flu­gör­yggi.

<>

Vís­ir grein­ir frá en í um­fjöll­un miðils­ins kem­ur fram að Isa­via hafi borist er­indi frá Sam­göngu­stofu í vikunni um að hætta skuli notk­un flug­braut­ar 31 til lend­inga og flug­braut­ar 13 til flug­taks vegna af­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar að lúta ekki gild­andi skipu­lags­regl­um hvað varðar hæð trjá­gróðurs.

Felldu 45 tré í sept­em­ber

Haft er eft­ir Ein­ari Þor­steins­syni borg­ar­stjóri á Vísi að málið koma hon­um á óvart. Seg­ist hann ekki hafa fengið form­legt er­indi um að fella trén, sem séu á svo­kölluðum hindr­ana­frí­um aðflugs­fleti við aðra flug­braut­ina.

Seg­ir Ein­ar að borg­in hafi fellt öll tré sem fari upp í hinn lög­bundna hindr­un­ar­flöt sem alþjóðaflug­regl­ur kveði á um að sé án hindr­ana og að borg­in hafi síðast fellt 45 tré í sept­em­ber.

Hins veg­ar hafi það byggt á göml­um mæl­ing­um og út frá nýj­um hæðarmæl­ing­um kom í ljós að fleiri tré þurftu að vera felld sem borg­ar­stjór­inn seg­ir borg­ina til­búna til að gera und­ir eins.

Heimild: Mbl.is