Home Fréttir Í fréttum Kaupir Ægisgarð 2 fyrir 300 milljónir

Kaupir Ægisgarð 2 fyrir 300 milljónir

90
0
Veitingastaðurinn Old Harbour House er starfræktur í húsinu. Ljósmynd: Aðsend mynd

IDT ehf. kaupir Ægisgarð 2 en fasteignin hýsir veitingastaðinn Old Harbour House sem félagið rekur.

<>

IDT ehf., félag í eigu Gunbold Gunnars Bold fjárfestis, hefur fest kaup á fasteigninni að Ægisgarði 2 við Reykjavíkurhöfn fyrir 300 milljónir króna. IDT hefur rekið veitingastaðinn Old Harbour House í húsinu frá seinni árshelmingi 2023.

IDT ehf., sem sinnir einnig sölu á ferðaþjónustu, velti 102 milljónum króna árið 2023, samanborið við 61 milljónar veltu árið áður. Félagið hagnaðist um 41,5 milljónir árið 2023 og um 34,7 milljónir árið áður.

Byggingarár samkvæmt kaupsamningi er 2011. Fasteignin er 294,9 fermetrar að stærð og fasteignamat er um 132 milljónir króna.

Seljandi fasteignarinnar er fasteignafélagið Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar Guðjónsdóttur. Miðjan er móðurfélag Fasteignafélagið G1 ehf. sem hefur staðið að umfangsmikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis að Grensásvegi 1.

Heimild: Vb.is