Home Fréttir Í fréttum 14.01.2025 Hring­vegur (1) um Ölfusá, eftir­lit og ráðgjöf

14.01.2025 Hring­vegur (1) um Ölfusá, eftir­lit og ráðgjöf

55
0
Mynd: Vegagerðin

Vegagerðin býður hér með út eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Hringvegur (1) um Ölfusá, alútboð.

<>

Alútboðið nær yfir byggingu og hönnun nýs Hringvegar á um 3,7 km kafla frá Biskupstungnabraut, yfir Ölfusá um Efri-Laugardælaeyju og að núverandi Hringvegi austan Selfoss, byggingu og hönnun nýrrar stagbrúar á Ölfusá, byggingu og hönnun nýrra vegamóta við Laugardælaveg og Gaulverjabæjarveg austan Selfoss, byggingu og hönnun undirganga fyrir gangandi og hjólandi auk undirganga fyrir gangandi og bíla, bygging og hönnun lagna og lagnarýma um Ölfusárbrú og framkvæmd lagnavinnu utan brúar.

Val ráðgjafa fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Áætlað er að verkinu ljúki í lok árs 2028.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 11. desember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. janúar 2025.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 23. janúar 2025 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.