Home Fréttir Í fréttum Matvöruverslun á Bauhaus-reit?

Matvöruverslun á Bauhaus-reit?

96
0
Bauhaus-reiturinn Gert er ráð fyrir því í tillögunni að matvöruverslunin rísi á bílastæðinu fyrir framan Bauhaus. Tölvuteikning/THG-arkitektar

Eig­end­ur bygg­ing­ar við Lambhaga­veg, sem hýs­ir bygg­ing­ar­vöru­versl­un Bauhaus, hafa und­an­far­in þrjú ár reynt að fá Reykja­vík­ur­borg til að heim­ila rekst­ur mat­vöru­versl­un­ar á lóðinni. Þeir hafa ekki haft er­indi sem erfiði fram til þessa.

<>

Ef fall­ist verður á beiðnina fá íbú­ar Grafar­holts og Úlfarsár­dals mat­vöru­versl­un í ná­grenn­inu. Í könn­un sem gerð var í hverf­inu, þ.e. póst­núm­eri 113, sögðu 82,3% aðspurðra lík­legt að þau myndu gera inn­kaup í hinni nýju versl­un.

Á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur 19. nóv­em­ber sl. lögðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram til­lögu um að heim­ilt yrði að reisa mat­vöru­versl­un á Bauhaus-reitn­um við Lambhaga­veg. Er áformað að versl­un­in verði í ný­bygg­ingu á bíla­stæðinu fyr­ir fram­an versl­un­ina.

Nýtt hús Hug­mynd arki­tekt­anna að ný­bygg­ing­unni á Bauhaus-reitn­um.

Samþykkt var með 13 at­kvæðum borg­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Viðreisn­ar gegn níu at­kvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, Sósí­al­ista­flokks Íslands og Vinstri-grænna að fresta mál­inu. Borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins sat hjá.

Í til­lögu sjálf­stæðismanna er lagt til að ráðist verði í breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem heim­ili rekst­ur mat­vöru­versl­un­ar á reit M9c (Bauhaus-reit) sem er á skil­greindu miðsvæði við Lambhaga­veg-Vest­ur­lands­veg. Nú er óheim­ilt að vera með mat­vöru­versl­un á um­rædd­um reit sam­kvæmt aðal­skipu­lagi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, 5. des­em­ber

Heimild: Mbl.is