Home Fréttir Í fréttum Hvað segja bæjarfulltrúar um byggingu nýrrar innisundlaugar?

Hvað segja bæjarfulltrúar um byggingu nýrrar innisundlaugar?

94
0

Sundfélag Akraness sendi nýverið erindi til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra Akraness varðandi byggingu á nýrri innisundlaug við Jaðarsbakka. Þar kemur fram að sundlaugarverkefnið hafi verið á biðlista í 34 ár og er þolinmæði félagsins komin að þolmörkum.

<>

„Sundfélag Akraness lýsir yfir áhyggjum sínum af því að áformum um nýja sundlaug á Akranesi er ítrekað slegið á frest allt frá árinu 1990. Þolinmæði félagsins er á þrotum og krefst það þess að bæjarstjórn Akraness standi við gefin loforð um nýja innisundlaug á Jaðarsbakkasvæðinu og tímasetning framkvæmda verði ákveðin hið fyrsta.“

Skóla- og frístundaráðs fjallaði fyrst um málið þann 20. nóvember s.l. og í kjölfarið var málið rætt á fundi bæjarstjórnar Akraness. Á þeim fundi kom fram að stór fjárfestingarverkefni Akraneskaupstaðar undanfarinna ára verða til þess að sundlaugarverkefnið verður áfram á biðlista hvað varðar fjármögnun.

Jónína M. Sigmundsdóttir.

Jónína M. Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tjáði sig um erindi félagsins á bæjarstjórnarfundinum.

Þar sagði Jónína m.a. að sundlaugarverkefninu hafi verið slegið á frest ítrekað en það er skoðun hennar að bygging sundlaugar sé fremst í röðinni í forgangsröðun bæjarstjórnar fyrir næstu fjárfestingarverkefi.

„Eins og staðan er í dag hefur innisundlaug fengið pláss á fjárfestingaráætlun en því miður ekki fjármagnað Það eru allir sammála um að það er brýnt verkefni að byggja góða og nútímalega innisundlaug hér á Akranesi – ekki bara meðlimum Sundfélagsins til heilla – heldur einnig skólabörnum og öllum bæjarbúum. Ég held að við horfum öll á það að þetta er mikilvægt verkefni – um leið og það rætist úr þessum efnahagsmálum og tekjur bæjarsjóðs fara að aukast að nýju þá höfum við forsendur til að setja verkefnið á framkvæmdaáætlun.

Það er ljóst í mínum huga að samkvæmt núverandi forgangsröðun bæjarstjórnar í byggingu íþróttamannvirkja þá er bygging innilaugar næst á dagskrá í röðinni. Ég veit að þetta hefur heyrst áður en mikilvægið er mjög brýnt – við erum í stórum fjárfestingarverkefnum og þurfum að klára þau áður en næstu skref verði tekin í þessari uppbyggingu.

Ég tel að Jaðarsbakkaverkefnið, bygging hótels og mannvirkja fyrir knattspyrnuiðkun verða til að tefja byggingu innilaugar – innilaugina þarf að byggja samhliða þessum verkefnum útaf raski og öðru – þannig að þetta stendur hvert með öðru. Ég held að allir þeir sem sitja við þetta borð séu sammála um mikilvægi þessa verkefnis – gott að geta átt samtal með Sundfélaginu og þau eru alltaf til í frekara samtal, ég reikna með að við eigum eftir að eiga góð og uppbyggileg samtöl með þeim í framtíðinni,“ sagði Jónína.

Heimild: Skagafrettir.is