Home Fréttir Í fréttum Skoða „strætóferðir“ á vinnuvegi til að opna lónið

Skoða „strætóferðir“ á vinnuvegi til að opna lónið

42
0

Til skoðunar er að Bláa lónið not­ist við vinnu­veg viðbragðsaðila sem sinnt hafa gerð varn­argarða í Grinda­vík til að opna starf­semi lóns­ins. Ef af verður er um að ræða tíma­bundna bráðabirgðaaðgerð en að sögn Jóns Hauks Stein­gríms­son­ar, jarðverk­fræðings hjá Eflu, er stefnt að því að opna Grinda­vík­ur­veg fyr­ir al­menna um­ferð 15. des­em­ber.

<>

Viðbragðsaðilar hafa fundað með for­svars­mönn­um Bláa lóns­ins svo til dag­lega til að finna lausn á því hvernig opna megi Bláa lónið að nýju. Sem stend­ur er hug­mynd­in að fara eft­ir svo­kölluðum Norður­ljósa­vegi sem ligg­ur vest­an við Þor­björn.

Ekki hægt að vinna með bíla í kring­um tæk­in

„Við stefn­um að því að koma ein­hverj­um vinnu­vél­um yfir Grinda­vík­ur­veg fljót­lega en mun­um ekki opna fyr­ir al­menna um­ferð fyrr en um 15. des. Það er ómögu­legt að vera að vinna með fullt af bíl­um í kring­um tæk­in. Svo þegar þetta verður opnað þá verður þetta bara skil­yrðis­laus opn­un fyr­ir alla,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Jón Hauk­ur Stein­gríms­son, jarðverk­fræðing­ur hjá Eflu – Grinda­vík­ur­veg­ur mbl.is/​Eyþór

Hleypt inn á vinnu­leið

Norður­ljósa­veg­ur er ekki fær öll­um öku­tækj­um og því er hug­mynd­in að Bláa lónið not­ist við rút­ur til þess að kom­ast eft­ir veg­in­um. Norður­ljósa­veg­ur hef­ur hingað til verið nýtt­ur und­ir vinnu­vél­ar. Hins veg­ar er stefnt að því að fara með gesti Bláa lóns­ins í „strætó­ferðum“ frá Grinda­vík og inn í lónið. Gest­ir myndu því annað hvort vera flutt­ir frá Reykja­vík eða að þeir myndu sjálf­ir koma sér til Grinda­vík­ur í gegn­um Suður­strand­ar­veg eða Nes­veg.

„Þetta verða svo ein­hverj­ar strætó­ferðir sem verða nýtt­ar und­ir fólk til þess að fara með það í Bláa lónið,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Að sögn hans verður ekki staðið í eig­in­legri vega­gerð fyr­ir Bláa lónið. Hins veg­ar verður mönn­um hleypt inn á þessa „vinnu­leið.“

Ráðist var í bygg­ingu nýs Grinda­vík­ur­veg­ar fyr­ir viku. Stefnt er að því að hann opni 15. des­em­ber. mbl.is/​Há­kon

Skýrist bet­ur í lok dags

Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Bláa lón­inu, seg­ir að lokað verði í lónið fram að næstu helgi. Hún seg­ir ekki end­an­lega niður­stöðu komna í málið en þetta sé vissu­lega einn af þeim mögu­leik­um sem rætt hef­ur verið um. „Við erum í góðu sam­tali og sam­starfi við viðeig­andi yf­ir­völd og sam­starfsaðila hverju sinni. Hvað varðar opn­un eða frek­ari lok­un mun skýr­ast bet­ur í lok dags eft­ir fund með viðbragðsaðilum,“ seg­ir Helga.

Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri sölu, rekstr­ar og þjón­ustu Bláa lóns­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Heimild: Mbl.is