Home Fréttir Í fréttum Seðlabankinn oftelur íbúðir

Seðlabankinn oftelur íbúðir

37
0
Elmar hjá HMS segir Seðlabankann hafa oftalið þær íbúðir sem eru í byggingu á landinu öllu í síðustu stýrivaxtaákvörðun. Morgunblaðið/Karitas

Elm­ar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næðis­sviðs hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS), ger­ir at­huga­semd­ir við full­yrðing­ar í Pen­inga­mál­um Seðlabank­ans, en þau komu út sam­hliða vaxta­ákvörðun bank­ans sl. miðviku­dag, sem birt­ar voru á viðskipt­asíðu Morg­un­blaðsins á fimmtu­dag­inn sl.

<>

Í Pen­inga­mál­um var því haldið fram að 7.800 íbúðir væru í bygg­ingu á land­inu öllu í nóv­em­ber, sem er það mesta sem verið hef­ur frá ár­inu 2006.

„Þeir [Seðlabank­inn] fá þessa tölu úr mæla­borði sem HMS birti um íbúðir í bygg­ingu og samþykkt bygg­ingaráform. Við hjá HMS fram­kvæm­um taln­ing­ar að lág­marki tvisvar sinn­um á ári, meðal ann­ars til að fara yfir hvar raun­veru­lega séu bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hafn­ar.

Út frá töl­um sem Seðlabank­inn tek­ur, að 7.800 íbúðir séu í bygg­ingu á land­inu öllu, sendi HMS út frétta­til­kynn­ingu í síðustu viku um að af þess­um 7.800 íbúðum væru fram­kvæmd­ir ekki hafn­ar á 1.200 þeirra,“ seg­ir Elm­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið þegar hann er spurður nán­ar um þetta mis­ræmi bank­ans.

Hann bend­ir á að bank­inn hafi talið með íbúðir sem ein­göngu sé búið að gefa út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir og gæti því tekið mörg ár að hefja fram­kvæmd­ir. „Þrátt fyr­ir að búið sé að gefa út bygg­ing­ar­leyfi vit­um við að það get­ur taf­ist í lang­an tíma að hefja fram­kvæmd­ir. Við vit­um að verk­tak­ar hafa verið að áfanga­skipta og jafn­vel hægja á bygg­ing­ar­verk­efn­um sín­um og eru kannski ekki til­bún­ir að fara af stað vegna sölutregðu og efna­hags­ástands­ins,“ bend­ir Elm­ar á.

Elm­ar tel­ur aðspurður að miðað við gögn HMS um bygg­ing­ar­svæði sé rétt­ara að segja að und­ir 7.000 íbúðir séu í bygg­ingu á land­inu öllu.

Heimild: Mbl.is